"Íslenskt lambakjöt" hefur hlotið upprunavottun ESB

Það gleður okkur að tilkynna það að íslenska lambakjötið hefur hlotið upprunavottun Evrópusambandsins, en Framkvæmdastjórn ESB samþykkti upprunavottunina á mánudaginn 13.03.2023.
Þetta er fyrsta íslenska landbúnaðarvaran til þess að hljóta upprunavottun ESB sem gildir innan alls Evrópska efnahagssvæðisins. Merkið "íslenskt lambakjöt" verður notað yfir kjöt af hreinræktuðum íslenskum lömbum sem eru alin og slátrað á Íslandi.
Upprunavottun þessi staðfestir sérstöðu íslensks lambakjöts, mýkt þess og einkennandi villibráðarbragð.
Nákvæmar upplýsingar um upprunavottunina má lesa hér: https://europa.eu/!YpxwB9