Langtímahúsnæði óskast til leigu/kaups (Sendiherrabústaður)

25.05.2020
Reykjavik

Sendinefnd ESB á Íslandi leitar að húsnæði (íbúð eða húsi) til langtímaleigu eða kaups, sem hentar sendiherra Evrópusambandsins.

1 – Tegund húsnæðis, ástand og stærð

 

Ýmsar gerðir af húsnæði geta hentað sem sendiherrabústaður svo sem stærri íbúðir, parhús eða einbýli. Byggingin ætti að vera í góðu viðhaldsástandi svo að ekki sé þörf á endurbótum eða viðgerðum.

 

2 - Ásýnd

Ásýnd og staðsetning húsnæðisins ættu að samsvara opinberri stöðu íbúans, sem fulltrúi ESB í landinu. Bústaðurinn skal endurspegla þá tign sem sendiherra ber en ekki vera úr hófi fram áberandi.

3 - Staðsetning

Húsnæðið ætti helst að vera staðsett í sendiráðshverfi innan borgarmarka Reykjavíkur eða aðliggjandi svæða sem eru aðgengileg með einkabifreið eða almenningssamgöngum. Æskileg svæði eru í póstnúmerum 101, 105 and 107.

4 - Skilyrði

Gestamóttaka

Dæmigerður bústaður þarf að hafa eftirfarandi herbergi á móttökusvæði:

• forstofa og móttökusvæði þurfa að vera hæfilega stór fyrir opinberar móttökur fyrir allt að 50 gesti;

• borðstofa þarf að rýma að minnsta kosti 14 manns í sæti og ætti að vera nálægt eldhúsinu;

• eldhúsið ætti að vera hentugt fyrir stærð og hlutverk bústaðarins.

• salerni.

Eftirfarandi er valkvætt en engu að síður æskilegt fyrir móttökusvæðið:

• ef mögulegt er, fatahengi við hlið inngangs;

• ef mögulegt er, gestaherbergi eða afdrep fyrir gesti;

• Ef byggingin er aðskilin öðrum, með eigin garði, er mælt með því að hafa nokkur aðgengileg bílastæði við innganginn;

Íbúðarsvæði

Einkarými ætti að vera aðskilin frá móttökusvæðinu og, ef mögulegt er, standa ein sér. Dæmigerður bústaður ætti að hafa eftirfarandi herbergi:

• hjónaherbergi;

• tvö eða þrjú svefnherbergi, svo sem fyrir börn

• gestaherbergi (ef ekkert slíkt herbergi er á móttökusvæðinu);

• eitt eða fleiri baðherbergi;

• stofu;

• geymslu;

• bílskúr eða bílskýli;

Eftirfarandi er valkvætt en engu að síður æskilegt fyrir einkasvæðið:

• herbergi sem hægt er að nota sem skrifstofu (að öðrum kosti getur þetta verið á móttökusvæðinu);

• lítið eldhús;

• svæði fyrir starfsfólk, þar á meðal þvottahús;

• kjallari og geymslusvæði.

5 - Stærð

Heildarstærð allra herbergja skal vera undir 600m².

Tillögur skulu sendar:

A – með pósti, ekki síðar en  1. júní 2020 á heimilisfangið hér að neðan;

B – eða boðsent, ekki síðar en kl. 16:00 þann  2. júní 2020  á heimilisfangið hér að neðan;

C – eða með tölvupósti, ekki síðar en 2. júní 2020 á heimilisfangið hér að neðan;

 

Frekari upplýsingar fást hjá sendinefndinni á opnunartíma eða með tölvupósti. Sími +354 864 3389 og delegation-iceland-procurement@eeas.europa.eu.

 

Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi

Kalkofnsvegi 2, þriðja hæð, Hafnartorgi, 101 Reykjavík

Tölvupóstur: Delegation-Iceland@eeas.europa.eu