Styrkjaáætlanir Evrópusambandsins: Reynslusögur íslenskra fyrirtækja á Nýsköpunarvikunni 2022

Ísland hefur tekið þátt í rannsókna- og nýsköpunaráætlunum Evrópusambandsins í næstum 30 ár og er velgengni Íslands í þeim eitt dæmi af mörgum um hve vel hefur tekist í það heila, er kemur að tengslum ESB og Íslands.

Ísland hefur tekið þátt í rannsókna- og nýsköpunaráætlunum Evrópusambandsins í næstum 30 ár og er velgengni Íslands í þeim eitt dæmi af mörgum um hve vel hefur tekist í það heila, er kemur að tengslum ESB og Íslands. Í tilefni af þessu bauð sendinefnd ESB á Íslandi fjórum íslenskum fyrirtækjum, Kerecis, Matís, Nanom og ORF Genetics að stíga á pall og kynna þau verkefni sín sem hafa hlotið styrk úr nýsköpunaráætlunum Evrópusambandsins í Grósku á Nýsköpunarvikunni  (Iceland Innovation Week) þann 16. maí. Fyrirlesarar voru Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis; Birgir Örn Smárason, fagstjóri sjálfbærni og eldis hjá Matís; Stuart Bronson, meðstofnandi og fjármálastjóri Nanom; og Björn Örvar, framkvæmdastjóri rannsókna og nýsköpunar hjá ORF Genetics.

Viðburðinum lauk með pallborðsumræðum undir stjórn sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Lucie Samcová Hall-Allen.