Grein: EES-réttur - áfram EES

Grein eftir sendiherra ESB á Íslandi sem birt var í Fréttablaðinu, þriðjudaginn 28 Mars 2023, um Málflutningskeppni EES sem haldin var í Bergen 25. til 26. mars.

Grein birtist í Fréttablaðinu, þriðjudaginn 28 mars 2023

Við hjá Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi erum stolt af því að hafa stutt við bakið á teymi laganema Háskólans í Reykjavík í Málflutningskeppni EES (en. EEA Law Moot Court) sem átti sér stað í Bergen um helgina. Málflutningskeppnin er árlegur viðburður þar sem nemendur frá EES EFTA ríkjum og aðildarríkjum ESB gefst tækifæri til þess að koma fram sem talsmenn ólíkra aðila í skálduðu EES-réttarmáli. Markmið keppninnar er að endurskapa, eins náið og hægt er, umræðu og röksemdafærslu raunverluegs málfutnings fyrir EFTA-dómstólnum.

Teymið frá Háskóla Reykjavíkur samanstóð af fjórum efnilegum laganemum; íslenskum nemenda og þremur nemendum frá aðildarríkjum ESB í skiptinámi við Háskólann í Reykjavík. Þess má geta að þetta er í fyrsta skiptið sem háskólar utan EES EFTA ríkjanna geta einnig tekið þátt í keppninni. Sendinefndin ákvað að styrkja ferð þessa teymis til Noregs þar sem við teljum viðburði sem þessa geta skipt sköpum fyrir framtíðarsamstarf milli ESB og EES EFTA ríkjanna, en með þátttöku í þessari keppni mun hópur ungra lögfræðinga, á Íslandi sem og á meginlandinu, fara út á vinnumarkaðinn með ríkari skilning á EES samstarfinu og EES-rétti.

Við erum stolt af teymi Háskólans í Reykjavík með flotta frammistöðu sína í keppninni í ár. Þrjátíu og átta laganemendur tóku þátt í keppninni ár og við vonum að fjöldi keppenda eigi bara eftir að aukast með árunum. Áfram EES!

Lucie Samcová-Hall Allen, Sendiherra ESB á Íslandi

Á mynd:

Frá vinstri: Ómar Berg Rúnarsson, Noan Renault, Léopolt Buscemi, Anastasia Bardiau, Lucie Samcová-Hall Allen sendiherra, Árni Snær Fjalarson og Alexandra Kjærnested Arnarsdóttir.

Þjálfarar teymisins voru Alexandra Kjærnested Arnarsdóttir og Ómar Berg Rúnarsson