Árlegur fundur sendiherra 27 aðildarríkja ESB í Reykjavík
Á hverju ári heldur koma sendiherrar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins saman í Reykjavík á fundi Sendinefndar ESB á Íslandi sem haldinn er í tengslum við þjóðhátíðardaginn 17. júní. Sendiherra ESB, Lucie Samcová - Hall Allen, stýrði fundinum.
Sérstakur gestur fundarins var forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir. Forsætisráðherra ræddi við sendiherrana um náið og gott samband Íslands við Evrópusambandið og aðildarríki þess og upplýsti forsætisráðherra sendiherrana um helstu stefnumál ríkisstjórnarinnar.
Sendiherrum gafst einnig tækifæri að tala við Maríu Mjöll Jónsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu alþjóðapólitískra málefna utanríkisráðuneytisins, og Þórarinnu Söebech, sendifulltrúa og deildarstjóra þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, um alþjóðlegt samstarf og þróunar- og uppbyggingarmál.
Af 27 aðildarríkjum ESB starfrækja sjö aðildarríki fullgild sendiráð á Íslandi.
Sendinefnd ESB þakkar forsætisráðherra og öðrum gestum fundarins fyrir komuna og óskar þeim gleðilegan þjóðhátíðardag.