Óskar Örn Bragason ráðinn til Sendinefndar Evrópusambandsins

Sendinefnd Evrópusambandsins býður Óskar Örn Bragason hjartanlega velkominn til starfa, en hann hóf nýlega störf sem starfsnemi í Stjórnmála- og upplýsingadeild Sendinefndarinnar.

 

Óskar Örn Bragason hóf nýlega störf sem starfsnemi í Stjórnmála- og upplýsingadeild Sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi.

Óskar Örn er útskrifaður með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, einnig er hann útskrifaður með diplóma gráðu í alþjóðasamskiptum frá sama háskóla. Samhliða námi sat Óskar Örn í stjórn Politica - félags stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands og gegndi hann stöðu ritstjóra Íslensku leiðarinnar (nú Pólsins), tímarits Politica.

Vertu velkominn til starfa!