Þórhildur Vígdögg Kristínardóttir ráðin til sendinefndar Evrópusambandsins
© European Union, 2025
Þórhildur Vígdögg Kristínardóttir útskrifaðist nýlega með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Groningen (RUG). Þar lagði hún áherslu á alþjóðastjórnmál í tengslum við matarkerfi, sjálfbærni í evrópskri stefnumótun, græna orkugjafa, og alþjóðastjórnmálahagfræði.
Hún hefur víðtæka reynslu af blaðamennsku, menningarmiðlun og verkefnastjórnun. Hún hefur einnig sinnt fræðslu um stöðu barna í fátækt á Norðurlöndunum og tekið virkan þátt í sjálfboðaliðastarfi fyrir flóttafólk á vegum Rauða krossins. Þórhildur útskrifaðist með BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá Háskóla Íslands.
Vertu velkomin til starfa!