Utanríkismálastjóri ESB býður Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir velkoma til Brussel

Utanríkismálastjóri og varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, Kaja Kallas, fundaði með utanríkisráðherra Íslands, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, í Brussel 10 apríl 2025. 

 

Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB, sem gegnir einnig embætti varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, tók á móti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í höfuðstöðvum utanríkisþjónustu ESB ( EEAS ) í Brussel í morgun, þann 10 apríl 2025. 

Á fundi þeirra ræddu þær náið og árangursríkt samstarf Evrópusambandsins og Íslands, samstarf í öryggis- og varnarmálum, stuðning Íslands og ESB við Úkraínu, ESB-NATO samstarfið, sem og stöðu alþjóðamála á norðurslóðum.