Almannavarnarkerfi ESB sendir sérfræðinga til Íslands

Í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga hefur Almannavarnarkerfi Evrópusambandsins (EU Civil Protection Mechanism) ákveðið að senda sérfræðinga í eldfjallafræðum, neyðaraðstoð, neyðarrýmingu og samhæfingu. Innan við 48 klukkustunda frá móttöku beiðni íslenskra yfirvalda komu sérfræðingarnir frá Ítalíu, Finnlandi, Þýskalandi og Portúgal.
Frá árinu 2001 hefur Almannavarnarkerfi ESB brugðist við yfir 700 áköllum innan sem utan Sambandsins og veitt neyðarþjónustu í í kjölfar náttúruhamfara, flóða, skógarelda, og heilbrigðisvanda.
Ísland er eitt þeirra ríkja sem ákvað að veita Úkraínu aðstoð í samvinnu við 27 aðildarríki ESB í gegnum Almannavarnarkerfi ESB - en saman hefur kerfið veitt Úkraínu milljónir hluta líkt og sjúkrakassa, barist við skógarelda, rafgjafa, vatnspumpur og fleira.
Við erum #SterkariSaman