Fjölmennt á viðburði um hlutverk kvenna í öryggis- og friðarmálum sem haldinn var í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna

Síðastliðinn fimmtudag fóru fram pallborðsumræður um Konur, Frið og Öryggi í Mannréttindahúsinu í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna sem haldinn verður hátíðlega þann 8. mars. Viðburðurinn var á vegum UN Women og Öryrkjubandalags Íslands í samstarfi við sendinefnd ESB á Íslandi.

 

Síðastliðinn fimmtudag fóru fram pallborðsumræður um Konur, Frið og Öryggi í Mannréttindahúsinu í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna sem haldinn verður hátíðlega þann 8. mars. Viðburðurinn var á vegum UN Women og Öryrkjubandalags Íslands í samstarfi við sendinefnd ESB á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók fyrst til máls þar sem hún talaði um mikilvægi þess að halda áfram baráttu fyrir réttindi kvenna og auk almennra mannréttinda. Eftir það hófust pallborðsumræður sem sendiherra ESB tók þátt í ásamt Jónasi G. Allanssyni skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu, Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Olenu Suslova stofnanda Upplýsinga- og ráðgjafamiðstöð kvenna í Úkraínu. 

 

Rætt var um stöðu kvennréttinda í nútímasamfélagi í ljósi nýlegra vendinga í alþjóðastjórnmálum. Í ár eru 25 ár liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun um mikilvægi aðkomu kvenna í öryggismálum. Sendiherra ESB ræddi afstöðu ESB til þessa málefnaflokks og talaði fyrir mikilvægi þess að nálgast jafnrétti kynjanna út frá heildrænni nálgun. „Það er mikilvægt að tryggja aðkomu kvenna á öllum sviðum öryggismála“. 

 

Einnig var rætt um mikilvægi þess að gæta hagsmuna ólíkra jaðarsettra hópa í samfélaginu í öryggismálum, líkt og fólk með fjölbreyttar fatlanir. Sigríður Björk ríkislögreglustjóri sagði að mikilvægt væri að ná til allra hópa samfélags svo hægt sé að sinna almannavörnum best þegar bjátar á. Enginn er skilinn eftir! Jónas skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu talaði um að þátttaka kvenna í öryggismálum snerist ekki eingögnu um jafnrétti og sanngirni. Hann sagði að þátttaka kvenna væri nauðsynleg til að tryggja árangur og framsækni í bæði öryggis- og varnarmálum

 

Fjölmennt var á viðburðinn þar sem fulltrúar frá frjálsum félagasamtökum, sendiráðum, stjórnmálum og aðrir góðir gestir tóku þátt. Efir umræðurnar var gestunum boðið upp á léttan morgunverð og kaffi í boði gestgjafanna.