Fréttatilkynning: Helena Dalli, framkvæmdastjóri ESB yfir jafnréttismálum sækir Ísland heim

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins -
fréttatilkynning
Reykjavík, 10. maí 2023
Helena Dalli, framkvæmdastjóri jafnréttismála hjá Evrópusambandinu, kemur í tveggja daga heimsókn til Reykjavíkur 10. og 11. maí 2023, þar sem hún flytur inngangserindið á samráðsfundi IDAHOT+ Forum 2023, sem ríkisstjórn Íslands og Evrópuráðið standa fyrir í Hörpu þann 11. maí.
Í erindi sínu fjallar hún um mikilvægi þess að efla og standa vörð um réttindi hinsegin fólks með fyrstu jafnréttisstefnu framkvæmdastjórnarinnar fyrir hinsegin fólk fyrir árin 2020-2025. Markmiðið með stefnunni er samband jafnréttis þar sem jafnrétti og mannréttindi eru órjúfanlegur hluti af heildinni og sameiginlegar skuldbindingar eru lykilatriði.
Dalli hyggst fara yfir og útskýra það sem framkvæmdastjórnin hefur gert til að innleiða stefnuna: „Við lögðum til að efla réttarvernd gegn mismunun með því að auka vald og sjálfstæði jafnréttisstofnana í öllum aðildarríkjum ESB. Við lögðum fram aðgerðir gegn hatursglæpum og hatursorðræðu gegn hinsegin fólki, sem ESB telur nú til einkar alvarlegra glæpa. Við kynntum samræmdar reglur á vettvangi ESB um foreldrahlutverk í alþjóðlegum einkamálarétti, auk þess sem við styrkjum starf borgaralegra samtaka með verulegum fjárveitingum. Markmið okkar er að fagna öllum þeim fjölbreytileika sem býr innan Evrópusambandsins“.
Í heimsókn sinni hyggst framkvæmdastjórinn funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um sameiginlegar skuldbindingar til að standa vörð um kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Jafnframt mun hún eiga fund með Álfi Birki Bjarnasyni, formanni Samtakanna ‘78, hagsmunafélags hinsegin fólks á Íslandi, og fulltrúum frá samtökunum. Síðar um daginn fundar framkvæmdastjórinn með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Robertu Clarke, framkvæmdastjóra Mannréttindanefndar Ameríkjuríkja. Dvöl framkvæmdastjórans á Íslandi lýkur svo með heimsókn á Alþingi, eitt elsta starfandi þjóðþing heims.
Upplýsingafulltrúi:
CONTACT DETAILS
Upplýsingafulltrúi Helenu Dalli:
Fjölmiðlafulltrúi Sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi:
Viktor.stefansson@eeas.europa.eu