Fyrsta vísindaferð vetrarins með Fróða - Sagnfræðinemum

Fyrsta vísindaferð vetrarins átti sér stað föstudaginn 29. september 2023 þegar Fróði - nemendafélag sagnfræðinema við Háskóla Íslands, komu í heimsókn.

 

Fyrsta vísindaferð vetrarins er nýafstaðin og byrjaði "vertíðin" með þvílíkum hvelli. Tæplega 25 manna hópur frá Fróða - nemendafélagi sagnfræðinema við Háskóla Íslands kom í heimsókn og spurði sendiherrann spjörunum úr. Hópurinn lærði meira um hlutverk Sendinefndar ESB á Íslandi, um Evrópusambandið sjálft, og samskipti Íslands og Sambandsins.

Og jú að sjálfsögðu var minnst á Kalmarsambandið, líkt og við mátti búast af sagnfræðinemum!

Hópurinn tók einnig þátt í Evrópu pub-quiz-i og við óskum sigurvegurum til hamingju!

Takk fyrir komuna Fróði!