Kristján Sævald Pétursson ráðinn til sendinefndar Evrópusambandsins
Við erum afar ánægð að bjóða Kristján Sævald Pétursson velkominn til sendinefndar ESB á Íslandi, þar sem hann hefur störf sem nýr stjórnmála- og fjölmiðlafulltrúi sendinefndarinnar. Kristján hefur víðtæka reynslu af samskipta- og kynningarmálum og kemur til okkar frá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi, þar sem hann starfaði síðustu fimm ár í upplýsingadeild sendiráðsins að samskipta- og kynningarmálum. Kristján er með AP gráðu í margmiðlun- og samskiptum frá Nordic Multimedia Academy í Danmörku, sem og B.A. gráðu í þýsku frá Háskóla Íslands og er fjöltyngdur. Kristján talar íslensku, ensku, þýsku, dönsku, og er að læra frönsku.
Okkur þykir mjög vænt um að fá Kristján aftur til sendinefndarinnar, þar sem hann lauk starfsnámi hjá okkur fyrir nokkrum árum, þar sem hann öðlaðist djúpan skilning á því mikilvæga starfi sem að sendinefndin sinnir. Við erum hæstánægð að taka aftur á móti honum í þessu nýja hlutverki!
Hjartanlega velkominn til starfa, Kristján!