Nýársmóttaka Sendiherra ESB

Sendiherra Evrópusambandsins hélt árlegan nýársfögnuð í vikunni.

Sendiherra Evrópusambandsins, Clara Ganslandt, hélt árlega nýársmóttöku í sendiherrabústaðnum á þriðjudagskvöldið. Með þessari veislu vildi sendiherrann fagna árangursríku og sterku samstarfi milli Íslands og Evrópusambandsins sem og þakka öllum þeim sem áttu gott og náið samstarf við sendinefndina árið 2024.

Árið 2024 var viðburðaríkt í ljósi 30 ára afmælis EES-samningsins. Sendinefndin skipulagði fleiri tugi viðburða og heimsókna á árinu í samstarfi við stofnanir, hagsmunasamtök, háskólasamfélagið, menningar- og listageirann, ofl. Þar að auki tók sendinefndin á móti hundruðum gesta á árinu. Tveir framkvæmdastjórar Evrópusambandsins sóttu Ísland heim, orkumálastjóri ESB, Kadri Simson, og Jutta Urpilainen, framkvæmdastjóri ESB sem fer með alþjóðeg samstarfsverkefni.

Sendinefndin þakkar öllum þeim sem mættu og við hlökkum til frekara samstarfs á árinu 2025.