Ræðisaðstoð ríkisborgara ESB
Ræðisaðstoð er sú aðstoð sem ríki veita ríkisborgurum sínum þegar upp koma vandamál erlendis. Dæmi um vandamál sem kalla á ræðisaðstið eru m.a.
- Týnd ferðaskilríki
- Alvarleg slyst eða veikindi
- Neyðaraðstoð og neyðarflutningar
- Einstaklingur verður fórnarlamb glæps
- Handtaka og/eða gæsluvarðhald
- Andlát
Aðildarríki ESB bera sjálf ábyrgð á að veita ríkisborgurum sínum ræðisaðstoð. Aðildarríki ESB halda þó ekki öll úti sendiráðum eða ræðisskrifstofum í öllum ríkjum heimsins. Af þeim sökum geta ríkisborgarar ESB-ríkja lent í því að hafa ekki aðgang að aðstoð sendiráða eða ræðisskrifstofa í þeim ríkjum þar sem líkar skrifstofur eru ekki til staðar.
Þeir ríkisborgarar ESB-ríkja sem ekki geta leitað til sendiráðs síns ríkis í öðru landi eiga rétt á að biðja um aðstoð frá sendiráðum og/eða ræðismannsskrifstofum annarra aðildarríkja ESB en slíkum skrifstofum er skylt að aðstoða alla ríkisborgara ESB-ríkja eins og þeirra eigin.
Hér eru helstu upplýsingar um þau sendiráð sem eru með aðsetur á Íslandi:
Danmörk
Sendiráð Danmerkur / Embassy of Denmark
Hverfisgata 29, 101 Reykjavik
Sími: (+354) 575 0300,
T-póstur: rekamb@um.dk
Finnland
Sendiráð Finnlands / Embassy of Finland
Túngata 30, 101 Reykjavík
Sími: +354 510 0100
T-póstur: sanomat.rey@formin.fi
Frakkland
Sendiráð Frakklands / Embassy of France
Túngata 22, 101 Reykjavik
Sími; (+354) 575 96 00
T-póstur: ambafrance@ambafrance-is.org
Þýskaland
Sendiráð Þýskalands / Embassy of Germany
Laufásvegur 31, 101 Reykjavik
Sími: (+354) 530 1100
T-póstur: info@reykjavik.diplo.de
Pólland
Sendiráð Póllands / Embassy of Poland
Ϸórunnartún 2, 105 Reykjavik
Sími: (+354) 520 50 50
T-póstur: reykjavik.info@msz.gov.pl
Spánn
Ræðismannsskrifstofa Spánar / Honorary Consulate General
T-póstur: consul@espana.is
Athugið að sendiráð spánar gagnvart Íslandi, sem sér um ræðisaðstoð, er með aðsetur í Ósló.
Svíþjóð
Sendiráð Svíþjóðar / Embassy of Sweden
Skrifstofa: Lágmúli 7, Reykjavik.
Pósthólf: Box 8136, 128 Reykjavik.
Sími: (+354) 520 1230
T-póstur: ambassaden.reykjavik@gov.se
Athygli er vakin á því Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi getur ekki veitt íbúum beina ræðisaðstoð.
Hvað getur þú gert?
Sem ríkisborgari ESB ríkis getur þú gert einfaldar rástafanir til að tryggja skilvirkari ræðisaðstoð.
- Fylgdu ferðaráðleggingum og leiðbeiningum sem gefin eru út af utanríkisráðuneyti þíns ríkis. T.d. getur þú skráð viðveru þína erlendis, ef við á.
- Athugaðu hvort þitt ríki haldi úti sendiráði eða ræðisskrifstofu í því ríki sem þú heimsækir.
- Ef þitt ríki heldur ekki úti sendiráði eða ræðisskrifstofu í því ríki sem þú heimsækir er ráðlagt að athuga hvaða önnur aðildarríki ESB halda úti sendiráðum í ríkinu og vista tengiliðaupplýsingar þeirra.
- Mælt er með því að gerast áskrifandi að ferðatryggingu.
Neyðarferðaskilríki ESB
Borgarar ESB, hvers vegabréf eða ferðaskilríki hefur glatast, verið stolið eða eyðilagst í landi utan ESB, þar sem þeirra eigið aðildarríki er ekki með sendiráð eða ræðisskrifstofu, eiga rétt á að fá neyðarferðaskilríki ESB frá hvaða öðru ESB-aðildarríki sem er staðsett í því landi.
Neyðarferðaskilríki ESB er gefið út fyrir eina ferð til þess ESB-aðildarríkis sem handhafi hefur ríkisfang eða búsetu í, eða í undantekningartilvikum, á annan áfangastað (svo sem nágrannalands þar sem er sendiráð eða ræðisskrifstofa handhafans).
Neyðarferðaskilríki ESB gildir í aðeins lengri tíma en þann sem þarf til að ljúka ferðinni sem það er gefið út fyrir. Að öllu jöfnu mun gildistíminn ekki vera lengri en 15 almanaksdagar. Einstaklingar sem fá neyðarferðaskilríki ESB eru eindregið hvattir til að ljúka ferðinni eins fljótt og auðið er, að fylgja öllum ráðleggingum ræðisskrifstofu eða sendiráðs varðandi bestu leiðina, og að sækja strax um venjuleg ferðaskilríki. Neyðarferðaskilríki ESB verður að skila eftir komu á lokaáfangastað.
Borgarar ESB sem þurfa á neyðarferðaskilríki ESB að halda verða að sækja um hjá sendiráði eða ræðisskrifstofu ESB-aðildarríkis. Neyðarferðaskilríki ESB verður gefið út eftir að ríkisfang og deili á umsækjanda hafa verið staðfest af aðildarríki borgarans. Í venjulegum tilvikum ætti útgáfa ekki að taka lengri tíma en sjö virka daga.
Aðildarríki geta einnig valið að gefa út neyðarferðaskilríki ESB fyrir aðra einstaklinga, svo sem eigin ríkisborgara eða fjölskyldumeðlimi ESB-borgara sem þegar búa innan ESB. Ef neyðarferðaskilríki ESB er gefið út fyrir einstakling sem ekki er borgari ESB, gæti verið þörf á vegabréfsáritun.
Frekari lestur