Ræðisaðstoð er sú aðstoð sem ríki veita ríkisborgurum sínum þegar upp koma vandamál erlendis. Dæmi um vandamál sem kalla á ræðisaðstið eru m.a.

  • Týnd ferðaskilríki
  • Alvarleg slyst eða veikindi
  • Neyðaraðstoð og neyðarflutningar
  • Einstaklingur verður fórnarlamb glæps
  • Handtaka og/eða gæsluvarðhald
  • Andlát

Aðildarríki ESB bera sjálf ábyrgð á að veita ríkisborgurum sínum ræðisaðstoð. Aðildarríki ESB halda þó ekki öll úti sendiráðum eða ræðisskrifstofum í öllum ríkjum heimsins. Af þeim sökum geta ríkisborgarar ESB-ríkja lent í því að hafa ekki aðgang að aðstoð sendiráða eða ræðisskrifstofa í þeim ríkjum þar sem líkar skrifstofur eru ekki til staðar.

Þeir ríkisborgarar ESB-ríkja sem ekki geta leitað til sendiráðs síns ríkis í öðru landi eiga rétt á að biðja um aðstoð frá sendiráðum og/eða ræðismannsskrifstofum annarra aðildarríkja ESB en slíkum skrifstofum er skylt að aðstoða alla ríkisborgara ESB-ríkja eins og þeirra eigin.

Hér eru helstu upplýsingar um þau sendiráð sem eru með aðsetur á Íslandi:

Danmörk

Sendiráð Danmerkur / Embassy of Denmark

Hverfisgata 29, 101 Reykjavik

Sími: (+354) 575 0300,

T-póstur: rekamb@um.dk

 

Finnland

Sendiráð Finnlands / Embassy of Finland

Túngata 30, 101 Reykjavík

Sími: +354 510 0100

T-póstur: sanomat.rey@formin.fi

 

Frakkland

Sendiráð Frakklands / Embassy of France

Túngata 22, 101 Reykjavik 

Sími; (+354) 575 96 00

T-póstur: ambafrance@ambafrance-is.org

 

Þýskaland

Sendiráð Þýskalands / Embassy of Germany

Laufásvegur 31, 101 Reykjavik

Sími: (+354) 530 1100

T-póstur: info@reykjavik.diplo.de

 

Pólland

Sendiráð Póllands / Embassy  of Poland

Ϸórunnartún 2, 105 Reykjavik

Sími: (+354) 520 50 50

T-póstur: reykjavik.info@msz.gov.pl

 

Spánn

Ræðismannsskrifstofa Spánar / Honorary Consulate General

T-póstur: consul@espana.is

Athugið að sendiráð spánar gagnvart Íslandi, sem sér um ræðisaðstoð, er með aðsetur í Ósló.

 

Svíþjóð

Sendiráð Svíþjóðar / Embassy of Sweden

Skrifstofa: Lágmúli 7, Reykjavik.

Pósthólf: Box 8136, 128 Reykjavik.

Sími: (+354) 520 1230

T-póstur: ambassaden.reykjavik@gov.se

 

Athygli er vakin á því Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi getur ekki veitt íbúum beina ræðisaðstoð.

Hvað getur þú gert?

Sem ríkisborgari ESB ríkis getur þú gert einfaldar rástafanir til að tryggja skilvirkari ræðisaðstoð.

  • Fylgdu ferðaráðleggingum og leiðbeiningum sem gefin eru út af utanríkisráðuneyti þíns ríkis. T.d. getur þú skráð viðveru þína erlendis, ef við á.
  • Athugaðu hvort þitt ríki haldi úti sendiráði eða ræðisskrifstofu í því ríki sem þú heimsækir.
  • Ef þitt ríki heldur ekki úti sendiráði eða ræðisskrifstofu í því ríki sem þú heimsækir er ráðlagt að athuga hvaða önnur aðildarríki ESB halda úti sendiráðum í ríkinu og vista tengiliðaupplýsingar þeirra.
  • Mælt er með því að gerast áskrifandi að ferðatryggingu.