Sérfræðingar Almannavarna ESB Funda með Sendiherrum ESB
Sendiherrar ESB ríkja funduðu í dag með teymi sérfræðinga frá Almannavörnum Evrópusambandsins sem statt er á landinu þessa daga að ósk íslenskra yfirvalda til þess að aðstoða yfirvöld vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.
Markmið verkefnisins er að skiptast á upplýsingum og veit íslenskum almannavörnum aðstoða t.d fara yfir og styrkja viðbragðsáætlanir, fara yfir tækjabúnað og greina hvaða tæki og tól Evrópusambandið gæti útvegað með skjótum hætti ef til eldgoss kæmi eða ef mikilvægir innviðir myndu eyðileggjast- líkt og virkjanir, rafmagnslínur, vegir, pípulagnir, og margt fleira!
Evrópusambandið svaraði beiðni íslenskra stjórnvalda strax og sérfræðingar voru komnir til landsins innan 48 klukkutíma eftir að beiðnin barst
Seinustu daga hefur almannavarnateymi ESB farið og metið aðstæður og ástand í Grindavík, unnið náið með Almannavörnum, fundað með Landhelgisæslunni, Veðurstofu Íslands, verkfræðingum Svartsengis orkuvirkjunar.
Þegar til Grindavíkur var komið, fundaði teymið með dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og innviðaráðherra.
DG ECHO