Tuttugasti og fjórði febrúar markar ár frá upp­hafi grimmi­legrar alls­herjarinn­rásar Rúss­lands í Úkraínu. Ár af ó­trú­legu hug­rekki og þraut­seigju úkraínsku þjóðarinnar í vörn lands síns, lýð­ræðis og frelsis. Einnig markar dagurinn ár af stað­festu og sam­stöðu Evrópu­sam­bandsins, aðildar­ríkja þess og annara banda­manna – þar á meðal Ís­lands – í for­dæmingu okkar á á­rásar­stríði Rúss­lands og í stuðningi okkar við Úkraínu, svo sem með mann­úðar-, efna­hags-, fjár­hags- og hernaðar­að­stoð.

Tuttugasti og fjórði febrúar markar ár frá upp­hafi grimmi­legrar alls­herjarinn­rásar Rúss­lands í Úkraínu. Ár af ó­trú­legu hug­rekki og þraut­seigju úkraínsku þjóðarinnar í vörn lands síns, lýð­ræðis og frelsis. Einnig markar dagurinn ár af stað­festu og sam­stöðu Evrópu­sam­bandsins, aðildar­ríkja þess og annara banda­manna – þar á meðal Ís­lands – í for­dæmingu okkar á á­rásar­stríði Rúss­lands og í stuðningi okkar við Úkraínu, svo sem með mann­úðar-, efna­hags-, fjár­hags- og hernaðar­að­stoð.

Á þessu eina ári hafa Evrópu­sam­bandið, aðildar­ríki þess og stofnanir, til­einkað 7.875 milljarða króna til stuðnings Úkraínu. Meðal annars hefur þessum fjár­munum verið varið í neyðar­að­stoð og í endur­byggingu skóla, spítala, orku­vera og annarra lífs­nauð­syn­legra inn­viða. Þar á meðal hefur Evrópu­sam­bandið varið 1.850 milljörðum króna til hernaðar­að­stoðar handa Úkraínu. Evrópu­sam­bandið hefur tekið á­skoruninni um að veita yfir fjórum milljónum fólks á flótta undan á­tökum tíma­bundið skjól og hafa aðildar­ríki Sam­bandsins boðið þau vel­komin. Til þess að stemma stigu við á­fram­haldandi stríðs­rekstri Pútíns hefur Evrópu­sam­bandið beitt fjöl­mörgum pökkum af víð­tækum við­skipta­þvingunum. Þeim hefur ekki einungis verið beitt gegn ein­stak­lingum sem bera per­sónu­lega á­byrgð á inn­rásinni, heldur einnig gegn nauð­syn­legum inn­fluttum varningi fyrir rúss­neska herinn. Þar að auki hefur þvingunum verið beitt gegn rúss­neskum út­flutnings­varningi, svo sem kolum, olíu og gasi. Mikil á­hersla hefur verið lögð á það að fram­kvæmd þvingana hafi ekki nei­kvæðar af­leiðingar á matar­öryggi í heiminum.

Evrópu­sam­bandið hefur hlotið stuðning vina­þjóða og banda­manna við fram­kvæmd þessara að­gerða, þar á meðal stuðning Ís­lands. Auk þess að leita allra leiða til þess að styðja Úkraínu á al­þjóða­vett­vangi hefur ís­lenska ríkis­stjórnin veitt Úkraínu um­tals­verðan stuðning, svo sem fjár­hags- og mann­úðar­að­stoð. Meðal annars hefur Ís­land sent rafala, vetrar­út­búnað og sjúkra­varning, að­stoðað með flug­sendingar og sent sprengju­sér­fræðinga til þess að þjálfa úkraínskar sveitir í jarð­sprengju­leit og -hreinsun. Ís­lenskur al­menningur og ís­lensk fé­laga­sam­tök hafa sýnt mikla gjaf­mildi í sínum stuðningi, ekki síst í mót­töku yfir 2.580 flótta­manna. Stuðningur Ís­lands hefur verið veru­legur og sterk af­staða Ís­lands hefur vakið at­hygli í Úkraínu, Evrópu og víðar.

Á­rásar­stríð Rúss­lands gegn Úkraínu hefur undir­strikað þá stað­reynd að náið sam­starf Ís­lands og Evrópu­sam­bandsins er byggt á sam­eigin­legum gildum: lýð­ræði, mann­réttindum, réttar­ríkinu og sam­skiptum ríkja á grund­velli al­þjóða­laga. Þessi gildi hafa verið undir­staðan í sam­vinnu okkar við að skapa sam­eigin­lega hag­sæld, hag­vöxt og vel­ferð fyrir þjóð­fé­lög okkar. Nú á krísu­tímum hafa þau hvatt okkur til dáða við að verja þessi sömu gildi. Við höfum staðið saman í ár nú þegar og við munum standa saman eins lengi og þörf er á – þar til Pútín lætur af vægðar­lausum á­rásum sínum á Úkraínu og íbúa hennar, þar til Úkraína hefur verið endur­byggð og stríðs­glæpa­menn og vit­orðs­menn þeirra dregnir fyrir rétt.

 

Höfundar eru:

Lucie Samcová - Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins

Kirsten R. Geeland, sendiherra Danmerkur

Anu Laamanen, sendiherra Finnlands

Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands

Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands

José Carlos Esteso Lema, staðgengill sendiherra Spánar

Pär Ahlberger, sendiherra Svíþjóðar

Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands