Sendiherra ESB heimsótti hafnar.haus - miðstöð listafólks í miðbæ Reykjavíkur
© European Union, 2024
Þann 22 Mars 2024 heimsótti Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Lucie Samcová-Hall Allen, starfsemi hafnar.haus í miðbæ Reykjavíkur.
Sendiherrann átti þar samtal við Arnar Sigurðsson, “Host” hafnar.haus, Ingiríði Halldórsdóttur, gjaldkera félagasamtaka hafnar.haus, og Uta Reichardt, formann félagasamtaka hafnar.haus.
Í hafnar.haus má finna annasamt sameiginlegt vinnurými þar sem um 250 listafólk halda úti starfsemi alls staðar að úr Evrópu og víðar.
Þar kemur fólk saman frá mismunandi menningarheimum sem veitir aðgang að alþjóðasamvinnu milli listafólks.
Sendinefnd ESB þakkar Arnari, Ingiríði og Uta fyrir móttökurnar og áhugaverða kynningu á þeirra starfsemi.