Sendiherrar ESB-ríkja heimsæka Grindavík

Fimmtudaginn 20 mars 2025 sóttu sendiherrar ESB-ríkja Grindavík heim og funduðu með forseta bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar og formanni sérstakrar nefndar um málefni Grindavíkur. Í Grindavík fengu sendiherrarnir kynningu á þeim mörgu neyðaraðgerðum sem framkvæmdar hafa verið frá því eldgosahrinan hófst í og við Grindavík. 

Sendiherrar ESB-ríkja heimsóttu Grindavík í gær, fimmtudag 20 mars 2025. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, Ásrún Helga Kristinsdóttir, og formaður nefndar um málefni Grindavíkur, Árni Þór Sigurðsson, fóru yfir stöðu mála og framtíðaráskoranir sem bærinn stendur frammi fyrir. Ræddu þau einnig neyðaraðgerðir, varnargarða og vernd mikilvægra innviða, heimila og fyrirtækja. 

Jón Haukur Steingrímsson fór með sendiherra um svæðið og kynnti þeim fyrir þeim fjölmörgu neyðaraðgerðum sem framkvæmdar hafa verið í og við bæinn, líkt og varnargarða og viðhald á mikilvægum innviðum, líkt og vatns-pípum, rafmagnslínum og vegum. 

Daglega starfa um 800 manns í bænum og þar af eru fjölmargir ríkisborgarar ESB-ríkja. Einnig sækja margir evrópskir ferðamenn í Bláa Lónið og því er mikilvægt að sendiráð Evrópuríkja á Íslandi séu upplýst um neyðarráðstafanir, öryggismál og viðbragðsáætlanir á svæðinu.

Almannavarnarkerfi ESB er reiðubúið til að aðstoða Íslendinga í neyðartilvikum líkt og gerðist í október 2023 þegar almannavarnarkefi ESB sendi hóp sérfræðinga til að styðja yfirvöld í aðdraganda eldgosanna við Sundhnúkagíga. Einnig notast íslensk yfirvöld við mikilvæg gögn sem aflað er af gervihnöttum Evrópusambandsins líkt og Copernicus sem veitir nákvæmar myndir og rauntímagögn um jarðvirkni og eldgos. Gögnin gera viðbragðsaðilum kleift að bregðast hratt við og skipuleggja fyrirbyggjandi aðgerðir sem og nákvæmar upplýsingar á meðan náttúruhamförum stendur.

Reykjanesskagi er eldvirkt svæði þó ekki hafði gosið í rúm 800 ár á svæðinu þegar hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 við Fagradalsfjall. Árið 2023 hófust eldgos við Sundhnúkagígaröð, en þau höfðu alvarleg áhrif á Grindavíkurbæ og íbúa bæjarins. Bærinn var rýmdur í nóvember 2023 og voru varnargarðar síðan reistir til að verja bæinn. Mörg fyrirtæki á svæðinu hafa haldið áfram starfsemi sinni á meðan öruggt þykir og starfa um 800 manns í og við bæinn þó ekki sé búið í nema 40-50 heimilum í bænum.