Sendinefnd ESB þakkar Viktori V. Stefánssyni fyrir vel unnin og vönduð störf

© © European Union, 2025
Við kveðjum stjórnmála- og fjölmiðlafulltrúa sendinefndar ESB, Viktor V. Stefánsson, sem hefur hér með lokið þremur afdrifaríkum árum í starfi sínu. Viktor sinnti verkum sendinefndar ESB af mikilli fagmennsku og við þökkum honum fyrir vel unnin störf.
Sem stjórnmála- og fjölmiðlafulltrúi tók Viktor virkan þátt í fjölbreyttum verkum sendinefndar ESB og gegndi lykilhlutverki í að efla framlag og þróun á starfi sendinefndar ESB. Viktor sinnti margskonar verkefnum, meðal annars almannasamskiptum, verkefnastjórnun, upplýsingagjöf og greiningu.
Sendinefndin óskar Viktori góðs gengis í framtíðinni og í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur!