Sendinefnd ESB og SEEDS Iceland sýndu heimildarmynd á Loft Hostel

Þriðjudaginn 28 nóvember buðu Sendinefnd ESB og sjálfboðasamtökin SEEDS Iceland gestum í sýningu á heimildarmynd tengd umhverfis- og loftslagsbreytingum sem haldin var á Loft Hostel í Reykjavík.

 

Þriðjudaginn 28 nóvember buðu Sendinefnd ESB og sjálfboðasamtökin SEEDS Iceland gestum í sýningu á heimildarmyndinni "The Changing Face of Iceland" eftir prófessorinn Mark Terry. Myndin fjallar meðal annars um áhrif umhverfis- og loftslagsbreytinga á Íslandi. Heimildarmyndin var sýnd í fyrsta skiptið á COP 26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow árið 2021 og í ljósi þess að COP 28 ráðstefnan er rétt handan við hornið var ákveðið að leggja áherslu á hnattræna hlýnun og áhrif breytinganna á íslenskt samfélag og íslenska náttúru.

Sendiherra ESB á Íslandi, Lucie Samcová-Hall Allen, bauð gesti velkomna og eftir sýninguna ávarpaði framleiðandi myndarinnar, Mark Terry, áhorfendur og svaraði spurningum.

Picture from the screening event showing participants