Sendinefnd ESB tekur þátt í Bókahátíðinni í Hörpu!
Sendinefnd ESB á Íslandi, í samstarfi við Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins, tók á móti írska rithöfundinum Sheilu Armstrong, sem hlaut sérstaka viðurkenningu frá Bókmenntaverðlaunum ESB. Einnig stóð sendinefnd ESB fyrir bás alla helgi og bauð gestum eintök af nýjasta safnriti Bókmenntaverðlaunanna - sem inniheldur brot af tilnefndum evrópskum skáldsögum.
Einnig upplýsti sendinefnd ESB gesti hátíðar um menningarlegt samstarf ESB og Íslands í gegnum verkefnið Creative Europe og umsóknarfrestinn fyrir þýðingastyrk Creative Europe sem er úthlutaður fyrir næsta ár. bókmenntasjóðinn er 2026. Á hverju ári á núverandi tímabili (2021–2027) styður Creative Europe 40 verkefni sem snúa að þýðingu og útgáfu bókmennta með styrkjum að upphæð milljóna íslenskra króna (€5 milljarðar). Samtals eru 500 bækur þýddar á ári í prógramminu.
Bókahátíðin gaf gestum færi á að fræðast betur um dreifingu evrópskra bókmennta, mikilvægi þýðinga og þeim tækifærum sem bjóðast rithöfundum þegar þeir eru tilnefndir til Evrópsku bókmenntaverðlaunanna.
Í fyrra var íslenska skáldkonan María Elísabet Bragadóttir tilnefnd og hlaut sérstaka viðurkenningu frá Bókmenntaverðlaununum árið 2024. Hún og Sheila Armstrong tóku báðar þátt í pallborðsumræðu á vegum Bókahátíðarinnar og sendinefndar ESB – um verðlaunin og vegferð rithöfundarins. Auk þess las Sheila úr bókinni sinni Falling Animals, sem var einnig kynnt á bási sendinefndar.
Auk bássins hélt sendinefndin móttöku fyrir höfunda, þýðendur og útgefendur sem voru á Bókahátíðinni, sem og sendierindrekar erlendra ríkja og aðra heiðursgesti. Sendiherra Clara Ganslandt ræddi um fjölþjóðlegt samstarf ESB og Íslands, þróun og tækifæri EUPL, og lagði áherslu á viðveru gestahöfundar hátíðarinnar, Sheilu Armstrong. Borgarstjórinn í Reykjavík, Heiða Björg Hilmisdóttir, hélt ræðu um jólabókaflóðið, arfleifð íslenskrar bókamenningar og menningarlegt samstarf ESB og Íslands. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að bókmenntir séu ekki bundnar við landamæri og að því sé hægt að ná fram með þýðingum.