Silja Sigrún Ólafsdóttir ráðin til sendinefndar Evrópusambandsins

Sendinefnd Evrópusambandsins býður Silju Sigrúnu Ólafsdóttur velkomna til starfa, en hún hóf nýlega störf sem starfsnemi við stjórnmála- og upplýsingadeild sendinefndarinnar. 

 

Silja Sigrún Ólafsdóttir útskrifaðist nýlega með meistaragráðu í átakafræðum og stjórnsýslufræðum frá Háskólanum í Amsterdam, þar sem hún lagði áherslu á friðargæslu á átakasvæðum og sjálfsákvörðunarrétt minnihlutahópa. Hún hefur reynslu af fjáröflun og skipulagningu samstarfsverkefna fyrir mannréttindasamtök, sem og að sinna rannsóknarvinnu fyrir mannréttindasamtök.

Silja útskrifaðist einnig með fjölgreina BA gráðu úr Háskólanum í Amsterdam sem samanstendur af blöndu af stjórnmálafræði, sálfræði, lögfræði og hagfræði (PPLE), en í því námi lagði hún áherslu á stjórnmálahagfræði.