Starfsfólk Sendinefndarinnar aðstoðaði Samhjálp við jólaundirbúning

Þann 4. desember aðstoðaði sendinefnd ESB Samhjálp við undirbúning fyrir komandi jólahátíðina.

 

Þann 4. desember 2024 heimsótti sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Clara Ganslandt, ásamt starfsfólki sendinefndarinnar, skrifstofu Samhjálpar. Þar aðstoðaði hópurinn samtökin við undirbúning þess mikilvæga hjálparstarfs sem Samhjálp stendur fyrir um jólahátíðina.

Hópurinn aðstoðaði við innpökkun á 240 jólagjöfum en Samhjálp kemur til með að veita hundruði jólapakka til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda yfir jólin.

Samhjálp hefur starfað frá árinu 1973 og sinnir fjölbreyttri hjálparstarfssemi á höfuðborgarsvæðinu. Meðal verkefna samtakanna má nefna rekstur meðferðarheimila, áfangaheimila, og kaffistofu þar sem Samhjálp veitir gestum máltíð á hverjum degi, allan ársins hring.

Sendinefndin þakkar Samhjálp fyrir hlýjar móttökur og fyrir þeirra framlag til samfélagsins.