Starfsfólk Sendinefndarinnar aðstoðaði Samhjálp

Þann 6 desember aðstoðaði Sendiherra ESB og starfsfólk Sendinefndarinnar Samhjálp við undirbúning fyrir komandi jólahátíðina.

 

Þann 6 desember 2023, heimsótti Sendiherra ESB á Íslandi, Lucie Samcová-Hall Allen, og starfólk Sendinefndarinnar skrifstofu Samhjálpar. Þar aðstoðaði hópurinn samtökin við undirbúning þess mikilvæga hjálparstarfs sem Samhjálp stendur fyrir um jólahátíðina.

Hópurinn aðstoðaði við innpökkun á tæplega 200 jólagjöfum en Samhjálp kemur til með að veita hundruði jólapakka til fólks á öllum aldri sem þarf á meiri stuðning þessi komandi jól.

Samhjálp eru hjálparsamtök sem stofunð voru 1973 og rekur mikilvæga og víðtæka starfsemi á Höfuðborgarsvæðinu, líkt og meðferðarheimili, áfangaheimili, nytjaverslun, og kaffistofu sem veitir yfir 100 þúsund ókeypis máltíðir á ári.

Við þökkum framkvæmdastjór Samhjálpar, Eddu Jónsdóttur, og frábæru starfsfólki samtakanna fyrir hlýjar móttökur og fyrir þeirra áhrifamikla og mikilvæga starf í þágu samfélagsins.

Gifts prepared at Samhjalp