Stjórnmálafræðinemar við HÍ mættu í vísindaferð á föstudaginn
© European Union, 2025
Föstudaginn 19. september tók sendinefndin á móti hópi 30 stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands í vísindaferð. Þetta var önnur vísindaferð vetrarins, en Politica hefur mætt árlega frá því árið 2014.
Líkt og við mátti búast af stjórnmálafræðinemum voru Evrópumálin krufin til mergjar og nemendur hlýddu á fyrirlestur um sendinefndina og um Evrópusambandið. Að fyrirlestri loknum kepptu nemendur í barsvari með evrópsku þema.
Við þökkum Politica fyrir heimsóknina og áhugaverðar umræður. Við óskum einnig sigurvegurum barsvarsins til hamingju!
European Union, 2025