Tveggja milljarða króna styrkur til Aurora háskólasamstarfsins
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur veitt Aurora háskólasamstarfinu rúmlega tveggja miljarða króna styrk til þess að efla samvinnu milli háskólanna innan European Universities áætluninni. Niðurstöður 2023 European Universities opna kallsins voru birtar 3. júlí 2023. Aurora umsóknin hlaut 90 stig af 100 mögulegum. Markmið Aurora samstarfsins er að efla háskólamenntun til samfélagslegra áhrifa.
“Ég er afar ánægður að Aurora samstarfið hafi fengið áframhaldandi styrk til fjögurra ára frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þetta sýnir mikið traust í garð Aurora og markmiðs okkar að þjálfa frumkvöðlahugsun og færni hjá fjölbreyttum hópi nemenda til að takast á við stórar og flóknar samfélagslegar áskoranir. Þessi nýi styrkur gerir okkur kleift að vinna áfram náið með samstarfsskólum okkar í Evrópu og víðar.” - Forseti Aurora og Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson
The Aurora 2023 samstarfið/bandalagið samanstendur af níu háskólum: Háskóla Íslands; Vrije Universiteit Amsterdam; University of Innsbruck; University of Duisburg-Essen; Copenhagen Business School; Palacký University Olomouc; Universitat Rovira i Virgili; Université Paris Est Creteil; and the University of Napoli Federico II.
Aðrir samstarfsaðilar Aurora samstarfsins eru: the University of East Anglia; South-West University "Neofit Rilski"; Pavol Jozef Šafárik University in Košice; the University of Tetova; Kharkiv National University; European Forum Alpbach; Information Centre on Academic Mobility and Equivalence.
Samstals eru 50 evrópsk háskólabandalög innan áætlunarinnar sem samanstanda af meira en 430 háskólum. 30 evrópsk háskólabandalög fengu úthlutun styrks í 2023 opnu kalli Erasmus+.
Hægt er að lesa meira um Aurora á vefsíðu þess: www.aurora-universities.eu
Learn more about Aurora and about its programme on their website www.aurora-universities.eu
Hægt er að lesa tilkynningu Háskóla Íslands hér.