Við þökkum Silju fyrir samstarfið!
© European Union, 2025
Silja Sigrún Ólafsdóttir lauk störfum sínum í síðustu viku sem starfsnemi við stjórnmála- og upplýsingadeild sendinefndarinnar.
Sem starfsnemi sá Silja um verkefni sem sneru m.a. að störfum Alþingis, öryggis- og varnarmálum, umhverfis- og loftslagsmálum, sjávarútvegsmálum, norðurskautsmál o.fl.
Þar að auki sinnti Silja ræðu- og greinaskrifum, þýðingarvinnu, skipulagningu viðburða ásamt því að hafa umsjón með samfélagsmiðlum.
Silja Sigrún hefur verið öflugur starfskraftur hjá sendinefndinni undanfarna mánuði og við óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum.