Yfir 120 manns heimsóttu ESB básinn á alþjóðadegi Háskólans í Reykjavík

Alþjóðadagur Háskólans í Reykjavík var haldinn miðvikudaginn 3. september 2025. Yfir 120 nemendur og starfsfólk háskólans heimsóttu ESB básinn!

 

Alþjóðdagur Háskólans í Reykjavík átti sér stað miðvikudaginn 3. september 2025. Líkt og áður tók sendinefnd Evrópusambandsins þátt í viðburðinum ásamt öðrum sendiráðum ESB-ríkja. 

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á viðburðinn, en áætlað er að yfir 120 manns heimsóttu ESB básinn! Sendinefnd ESB bauð gestum og gangandi upp á kökur skreyttar Evrópufánanum og ERASMUS. Einnig var gestum boðið upp á upplýsingar um ESB og Evrópustyrki til nemenda auk ýmissa gjafavara. 

Auk sendinefndarinnar voru fjölmargir básar annarra stofnana og sendiráða. 

Við þökkum HR fyrir skemtilegan og fróðlegan viðburð.