Yfirlit: EES í 30 ár - 8 Maí 2024 á Grand hótel og í Kolaportinu

 

Í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins standa Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi fyrir þremur viðburðum miðvikudaginn 8. maí til að fagna samstarfinu.

 

Málþing - EES í 30 ár - ávinningur, tækifæri, áskoranir

Hvar: Grand hótel Reykjavík - Háteigur | Hvenær: 10:00 - 12:15

Skráning er nauðsynleg | Ítarlegri upplýsingar um viðburðinn | Streymi frá málþingi

 

Á málþinginu verður sjónum beint að þátttöku Íslands í innri markaði Evrópu og evrópskum samstarfsáætlunum, og rætt hvaða áskoranir og tækifæri framtíðin ber í skauti sér. Málþingið fer fram á ensku.

Sigríður Valgeirsdóttir, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneytinu býður gesti velkomna

 

10:00 - 11:00

Ávörp og samtal ræðuhaldara

 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (videóávarp)

Iliana Ivanova, framkvæmdastjóri nýsköpunar-, rannsóknar-, menningar- , mennta-, og æskulýðsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (videóávarp)

Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi

Borgar Þór Einarsson, varaframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES

Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís

 

10:40 - 11:00

Samtal ræðuhaldara og Q&A

Eftir ávörp munu ræðuhaldarar taka þátt í sérstakri umræðu um EES-samstarfið. Björn Malmquist mun stýra umræðum.

 

11:00 - 12:15

Pallborðsumræður um EES-samstarfið

Að loknum erindum fara fram pallborðsumræður um EES-samstarfið og þátttöku Íslands í evrópskum samstarfsáætlunum með þátttöku fulltrúa úr ýmsum geirum (nýsköpun, rannsóknir, menntun, menning, æskulýðsmál, skapandi greinar, o.fl.). Rætt verður vítt og breitt um tækifærin í EES samstarfinu og  hugsanlegar framtíðaráskoarnir.

Umræðustjóri: Björn Malmquist, fréttamaður RÚV

 

Sendiherra Evrópusambandsins býður í móttöku í tilefni Evrópudagsins

Hvar: Grand hótel Reykjavík - Háteigur | Hvenær: 12:30 - 14:00

Skráning nauðsynleg | Ítarlegri upplýsingar um viðburðinn

 

Eftir ávörpin og pallborðsumræðurnar býður sendiherra Evrópusambandsins öllum gestum málþingsins í hádegisverðarmóttöku í tilefni Evrópudagsins. Boðið verður upp á léttar og ljúffengar veitingar og drykki við undirleik notalegra jazztóna spilaða af tónlistardúói.

 

Uppskeruhátíð - Evrópusamvinna í 30 ár!

Hvar: Kolaportið | Hvenær: 14:00 - 18:00

Ítarlegri upplýsingar um viðburðinn

 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnar uppskeruhátíðina!

Á sýningarsvæði Kolaportsins verður blásið til uppskeruhátíðar þar sem sagðar verða sögur úr Evrópusamstarfi og gestir geta fræðst um fjölbreytt verkefni sem unnin hafa verið á Íslandi með styrkjum út samstarfsáætlunum Evrópusambandsins.

50 upplýsingabásar verða settir upp og fulltrúar fjölbreyttra verkefna og evrópskra sendiráða munu taka á móti gestum með fróðleik og skemmtun. Verkefnin koma alls staðar að úr samfélaginu, enda hafa samstarfsáætlanir ESB styrkt íslenska aðila á sviði menntamála, kvikmyndagerðar, æskulýðsmála, rannsókna, nýsköpunar, almannavarna og fleiri sviðum.

Listafólk og tónlistarfólk gleðja gesti með söng og tónlist og boðið verður upp á afmælisköku og kaffi fyrir gesti hátíðarinnar.

Hátíðin er opin almenningi og aðgangur er ókeypis - komið ásamt fjölskyldu og vinum og fræðist um Evrópusamvinnu seinustu 30 ára!

Photo from the 20th anniversary of the EEA agreement

Mynd af 20 ára uppskeruhátíðarinnar sem haldin var árið 2013 í Hafnarhúsinu. Viðburður ársins 2024 verður með svipuðu móti í Kolaportinu.
-
10:00 am - 12:00 am
Grand Hotel Reykjavík, Háteigur ráðstefnusalur, 4 hæð
How to join?

Málþing: EES í 30 ár - Grand Hotel Reykjavík | 10:00 - 12:15 | Evrópudagsmóttaka sendiherra ESB 12:30 - 14:00

Til þess að mæta á málþingið og í Evrópudagsmóttöku sendiherra Evrópusambandsins er nauðsynlegt að skrá sig í gegum skráningarhlekkinn.

 

Málþinginu verður einnig streymt.

 

Uppskeruhátíð í Kolaportinu - Evrópusamvinna í 30 ár! | 14:00 - 18:00