Yfirlit: EES í 30 ár - 8 Maí 2024 á Grand hótel og í Kolaportinu
Í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins standa Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi fyrir þremur viðburðum miðvikudaginn 8. maí til að fagna samstarfinu.
Málþing - EES í 30 ár - ávinningur, tækifæri, áskoranir
Hvar: Grand hótel Reykjavík - Háteigur | Hvenær: 10:00 - 12:15
Skráning er nauðsynleg | Ítarlegri upplýsingar um viðburðinn | Streymi frá málþingi
Á málþinginu verður sjónum beint að þátttöku Íslands í innri markaði Evrópu og evrópskum samstarfsáætlunum, og rætt hvaða áskoranir og tækifæri framtíðin ber í skauti sér. Málþingið fer fram á ensku.
Sigríður Valgeirsdóttir, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneytinu býður gesti velkomna
10:00 - 11:00
Ávörp og samtal ræðuhaldara
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (videóávarp)
Iliana Ivanova, framkvæmdastjóri nýsköpunar-, rannsóknar-, menningar- , mennta-, og æskulýðsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (videóávarp)
Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi
Borgar Þór Einarsson, varaframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES
Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís
10:40 - 11:00
Samtal ræðuhaldara og Q&A
Eftir ávörp munu ræðuhaldarar taka þátt í sérstakri umræðu um EES-samstarfið. Björn Malmquist mun stýra umræðum.
11:00 - 12:15
Pallborðsumræður um EES-samstarfið
Að loknum erindum fara fram pallborðsumræður um EES-samstarfið og þátttöku Íslands í evrópskum samstarfsáætlunum með þátttöku fulltrúa úr ýmsum geirum (nýsköpun, rannsóknir, menntun, menning, æskulýðsmál, skapandi greinar, o.fl.). Rætt verður vítt og breitt um tækifærin í EES samstarfinu og hugsanlegar framtíðaráskoarnir.
Umræðustjóri: Björn Malmquist, fréttamaður RÚV
Sendiherra Evrópusambandsins býður í móttöku í tilefni Evrópudagsins
Hvar: Grand hótel Reykjavík - Háteigur | Hvenær: 12:30 - 14:00
Skráning nauðsynleg | Ítarlegri upplýsingar um viðburðinn
Eftir ávörpin og pallborðsumræðurnar býður sendiherra Evrópusambandsins öllum gestum málþingsins í hádegisverðarmóttöku í tilefni Evrópudagsins. Boðið verður upp á léttar og ljúffengar veitingar og drykki við undirleik notalegra jazztóna spilaða af tónlistardúói.
Uppskeruhátíð - Evrópusamvinna í 30 ár!
Hvar: Kolaportið | Hvenær: 14:00 - 18:00
Ítarlegri upplýsingar um viðburðinn
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnar uppskeruhátíðina!
Á sýningarsvæði Kolaportsins verður blásið til uppskeruhátíðar þar sem sagðar verða sögur úr Evrópusamstarfi og gestir geta fræðst um fjölbreytt verkefni sem unnin hafa verið á Íslandi með styrkjum út samstarfsáætlunum Evrópusambandsins.
50 upplýsingabásar verða settir upp og fulltrúar fjölbreyttra verkefna og evrópskra sendiráða munu taka á móti gestum með fróðleik og skemmtun. Verkefnin koma alls staðar að úr samfélaginu, enda hafa samstarfsáætlanir ESB styrkt íslenska aðila á sviði menntamála, kvikmyndagerðar, æskulýðsmála, rannsókna, nýsköpunar, almannavarna og fleiri sviðum.
Listafólk og tónlistarfólk gleðja gesti með söng og tónlist og boðið verður upp á afmælisköku og kaffi fyrir gesti hátíðarinnar.
Hátíðin er opin almenningi og aðgangur er ókeypis - komið ásamt fjölskyldu og vinum og fræðist um Evrópusamvinnu seinustu 30 ára!
European Union, 2024
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
Málþing: EES í 30 ár - Grand Hotel Reykjavík | 10:00 - 12:15 | Evrópudagsmóttaka sendiherra ESB 12:30 - 14:00
Til þess að mæta á málþingið og í Evrópudagsmóttöku sendiherra Evrópusambandsins er nauðsynlegt að skrá sig í gegum skráningarhlekkinn.
Málþinginu verður einnig streymt.
Uppskeruhátíð í Kolaportinu - Evrópusamvinna í 30 ár! | 14:00 - 18:00