Evrópustyrkir til umræðu á Nýsköpunarviku 2024

Nýsköpunarvika 2024 stóð yfir dagana 13. - 17. maí í Kolaportinu og Hafnartorgi. Sendinefnd ESB tók virkan þátt í hátíðinni í ár og hélt m.a. hliðarviðburð um Evrópustyrki og þau tækifæri sem styrkirnir veita íslenskum fyrirtækjum og frumkvöðlum. Sendiherra ESB tók einnig þátt í pallborðsumræðum um fjármögnungartækifæri innan nýsköpunargeirans og opinberar stefnur til að örva nýsköpun.

 

Sendinefnd Evrópusambandins tók þátt í Nýsköpunarviku 2024 (e. Iceland Innovation Week 2024) sem haldin var í síðustu viku, dagana 13. til 17. maí 2024.

Í Kolaportinu tók sendinefndin á móti gestum og gangandi og kynnti þau fjölmörgu tækifæri sem bjóðast íslenskum nýsköpunarverkefnum í gengum samstarfsáætlanir Evrópusambandsins og nýsköpunarsjóði þess.

Sendiherra ESB á Íslandi, Lucie Samcová-Hall Allen, tók einnig þátt í pallborðsumræðum sem bar heitið "Funding Fusion: Unlocking Disruptive Innovation through Public and Private Investments" ásamt Chris O'Connor, fjárfesti hjá nýsköpunarsjóði NATO; Sara Sande, verkefnastjóra grænna umskipta hjá EIFO; og Jonathan Hollis, framkvæmdastjóra hjá Mountside Ventures.

EU Ambassador to Iceland participates in a panel discussion at Iceland Innovation Week 2024

Þá hélt sendinefndin einnig velsóttan hliðarviðburð um möguleika íslenskra nýsköpunarfyrirtækja til að sækja um styrki á vegum Evrópusambandsins undir heitinu "Wanna have fun(ds)? 2.0". Þar kynntu þrír fulltrúar íslenskra nýsköpunarfyrirtækja starfsemi sína og sögðu gestum frá reynslu sinni af nýsköpunarstyrkjum Evrópusambandsins.

Sendinefndin þakkar þeim Sveini Aðalsteinssyni, framkvæmdastjóra Orkídeu; Jónasi R. Viðarssyni, áherslusviðsstjóra hjá Matís og Ester Ósk Pálsdóttur, verkefnastjóra hjá Thor Ice Chilling Solutions kærlega fyrir þátttöku sína á viðburðinum og frábærar kynningar. Sömuleiðis þakkar sendinefndin skipuleggjendum og gestum Iceland Innovation Week fyrir ánægjulega viku. Við hlökkum til næstu nýsköpunarviku!Sendinefndin þakkar þeim Sveini Aðalsteinssyni, framkvæmdastjóra Orkídeu; Jónasi R. Viðarssyni, áherslusviðsstjóra hjá Matís og Ester Ósk Pálsdóttur, verkefnastjóra hjá Thor Ice Chilling Solutions kærlega fyrir þátttöku sína á viðburðinum og frábærar kynningar. Sömuleiðis þakkar sendinefndin skipuleggjendum og gestum Iceland Innovation Week fyrir ánægjulega viku. Við hlökkum til næstu nýsköpunarviku!