Uppskeruhátíð í Kolaportinu - Evrópusamvinna í 30 ár!

29.04.2024

 

Uppskeruhátíð - Evrópusamvinna í 30 ár!

Hvar: Kolaportið | Hvenær: 14:00 - 18:00

Ítarlegri upplýsingar um viðburðinn

 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnar uppskeruhátíðina!

Á sýningarsvæði Kolaportsins verður blásið til uppskeruhátíðar þar sem sagðar verða sögur úr Evrópusamstarfi og gestir geta fræðst um fjölbreytt verkefni sem unnin hafa verið á Íslandi með styrkjum út samstarfsáætlunum Evrópusambandsins.

50 upplýsingabásar verða settir upp og fulltrúar fjölbreyttra verkefna og evrópskra sendiráða munu taka á móti gestum með fróðleik og skemmtun. Verkefnin koma alls staðar að úr samfélaginu, enda hafa samstarfsáætlanir ESB styrkt íslenska aðila á sviði menntamála, kvikmyndagerðar, æskulýðsmála, rannsókna, nýsköpunar, almannavarna og fleiri sviðum.

Listafólk og tónlistarfólk gleðja gesti með söng og tónlist og boðið verður upp á afmælisköku og kaffi fyrir gesti hátíðarinnar.

Hátíðin er opin almenningi og aðgangur er ókeypis - komið ásamt fjölskyldu og vinum og fræðist um Evrópusamvinnu seinustu 30 ára!

Photo from the 20th anniversary of the EEA agreement

-
02:00 pm - 06:00 pm
Kolaportið, 101, Reykjavík
How to join?

Ókeypis aðgangur - allir velkomnir!